Mismunandi flæðisrit.
Þvagleif: ómun, sérstakt mælitæki (Bladder Scan) eða þvagrásarleggur (undantekning).
Blóðrannsóknir: blóðhagur, kreatínín, aðrar eins og við á.
Myndgreining: leita eftir steinum, kölkunum, blöðrusörpum, útvíkkun á safnkerfum, nýrnaskaða (barkarþykkt), nýrnastærð.
Þvagrásar- og blöðruspeglun
Blöðruspeglun sem sýnir sáðrásarhól (vi. m.), hliðarblöð (miðjan) og þverskurð af hvekk á sama stað (hæ. m.).
Ómun um endaþarm (transrectal ultrasound, TRUS)
Ábendingar: grunur er um illkynja æxlisvöxt, hækkun á PSA. Leiðbeinandi við sýnatöku. Mat á aðgerðartækni sem valin yrði (mjög stór hvekkur, þriðja blað, lobus tertius/medius).
Þrýsti-flæðirannsókn (pressure-flow study)
Ábendingar geta verið: grunur er um taugasjúkdóm, óvenjuleg einkenni, gott flæði en mikil einkenni, léleg blöðrutæming, sjúklingar með þvaglegg, sjúklingar sem svara illa lyfjameðferð, mjög ungir eða gamlir, mat/leiðbeinandi fyrir aðgerð.
Myndirnar sýna upplýsingar sem fá má úr þrýstiflæðirannsókn.