Fournier´s drep (necrotizing fasciitis, fasciitis necroticans)
Almennt: fellsbólga með drepmyndun (stundum gasdrep, gasgangren) sökum sýkingar á kynfæra- og endaþarmssvæði. Stundum mjög bráð (<24 klst.), en yfirleitt 2-7 daga aðdragandi. Algengast hjá sjúklingum með kerfissjúkdóma, sykur- eða áfengissýki og ónæmisbæklun.
Meðferð
Hefðbundin stuðningsmeðferð sökum sýkingar eða losts.
Sýklalyf í æð (blönduð flóra, muna eftir Streptoc. gr. A og Clostridium perfringens).
Skurðaðgerð (mjög brýn), fjarlægja dauðan vef.
Súrefnistankur (hyperbaric oxygen).