Kynkirtlavanseyting, "eistnabilun, starfsemisskerðing"(hypogonadismus masculinus, male hypogonadism)
Almennt: átt er við skerta eistnastarfssemi án tengsla við gerð eða orsök.
Kynkirtlavanseyting eistna (hypergonadotrop hypogonadismus): eistun sjúk, en heiladingull og undirstúka í lagi; hækkun á FSH og/eða LH, en lækkun testósteróns. Ristruflun og kyndeyfð algeng einkenni í upphafi.
Kynkirtlavanseyting utan eistna (hypogonadotrop hypogonadismus, pretesticular causes): eistun starfa ekki sökum sjúkdóma í heiladingli eða undirstúku; lækkun á FSH og/eða LH auk testósteróns (lágt eðlilegt).