Eistalyppu- og eistabólga (epididymitis – orchitis)
Almennt: Orsakir oftast óþekktar, 25% með undirliggjandi meinsemd, þvagræktun oftast neikvæð.
Einkenni/greining: Sjaldan báðum megin. Aukin tíðni hjá hommum án varna (smokka). Aldur <2 ára, 8-12 ára og eftir kynþroska, byrjar á < 24 klst., stundum haft einkenni áður, fyrirferð í pung og erfitt að skilja á milli eista og lyppu, eymsli og roði, þvaglátaeinkenni og jafnvel útferð, oft sýkingarmerki í blóði og þvagi.
Bráð eistalyppubólga hjá dreng (vi. m.) og ómun sem sýnir bólgu og stærðaraukningu á eistalyppu, efri pólnum (hæ. m.).
Frekari greining: taka ætíð þvag- og klamydíuræktun, gonokokkar eru aftur að koma inn sem og sárasótt (syphilis), myndgreining í bráðatilfellum og jafnvel síðar t. þ. a. útiloka æxlisvöxt og graftarkýlismyndun frekar en að staðfesta bólgu. Ómun er kjörrannsókn. Huga þarf að frekari rannsóknum hjá sjúklingum með endurtekin einkenni auk barna; nýrnamynd, MUCG, blöðruspeglun.
Meðferð: endurmeta eftir nokkra daga ef enginn bati, flestir ná góðum bata á 2-3 vikum, en stundum þykkildi/fyrirferð í pung í fleiri vikur og jafnvel mánuði.
Lyfjameðferð: sýklalyf um munn (súlfa, kínólón sambönd, tetrasýklín, azíthrómýcín) eða í æð (Bactrim, kínólón, gentamicin) ef mikil sýkingareinkenni, en oftast lagast bólgan af sjálfu sér nema um sé að ræða bakteríusýkingu. Endurmeta lyfjagjöf ef lítil svörun og ef ræktanir gefa tilefni til. Hvíld mikilvæg og jafnvel rúmlega í fyrstu. Verkja- og bólgueyðandi lyf samtímis við hæfi.
Skurðaðgerð: við graftarkýlismyndun ellegar ólífvænlegt eista með langvinnri sýkingu eða verkjum. Grunur um illkynja æxli.
Bráð eistalyppubólga hjá dreng (vi. m.) og ómun sem sýnir bólgu og stærðaraukningu á eistalyppu, efri pólnum (hæ. m.).