Einkenni frá neðri þvagfærum (LUTS; Lower Urinary Tract Symptoms)


Samheiti þvaglátaeinkenna frá neðri þvagfærum án orsakagreiningar eða samhengis, ótengt kyni. Áður var heitið “prostatismus” notað hjá körlum. Oft stafa einkenni þessi hjá körlum frá hvekkauka en hjá konum er undirliggjandi orsök óvissari. Konur fá iðulega þvaglátaeinkenni með aldrinum er líkjast þeim er karlar hafa. Einkenni þessi eru afar algeng og aukast almennt með hækkandi aldri.
Geymslueinkenni (ertingareinkenni):
Tíð þvaglát, erfitt að halda í sér, næturþvaglát, bráða- eða sprengmiga.

Tæmingareinkenni (stíflueinkenni):
Kraftlaus buna, bunubið, erfitt að hefja þvaglát, þvaglát í slurkum og aftur skömmu eftir síðustu þvaglát (pis-en-deux), eftirdreypi, þvagtregða, þvagteppa.