Þvagrásarsarpur (diverticulum urethrae, urethral diverticulum)
Einkenni: lítil eða mikil, sýkingar, ertingareinkenni, erfiðleikar við samfarir, útbungun þvagrásar við þvaglát, útferð.
Röntgenrannsókn sýnir söfnun skuggaefnis neðan (utan) þvagrásar.
Greining
Klínísk skoðun: fyrirferð/gúll þreifast neðan þvagrásar.
Þvagrásarspeglun
Ómun af þvagrás
Skuggaefnisrannsókn (“double-balloon” leggur notaður)
Segulómun (ef greining vafasöm)
Meðferð
Skurðaðgerð: yfirleitt ráðlögð ef sjúklingur hefur einkenni frá sarpi ellegar stór sarpur.