Stoðleggir, tvöfaldir grísahalaleggir (double J-stents, DJ-stents, double pig tail stents, JJ-ureteral stents)

Almennt:

Finney var fyrstur með tvöfaldan grísahala stoðlegg (double pig tail, DJ-stents), áður notaðir einfaldir og án grísahala (ekki fjallað um hér).




Ábendingar helstar:

æxli, í eða utan þvagfæra
steinar
þrengsli
örvefsmyndun
hindra steingötu eftir steinbrot í nýrum
auðvelda þvagálsspeglun


Mismunandi ábendingar fyrir ísetningu stoðleggja.


Blöðruspeglun með ísetningu JJ-stoðleggs
Einföld aðgerð yfirleitt, en ætíð gaumgæfa nauðsyn þessa þar sem fylgikvillar eru nokkuð tíðir (5-20%) en fara mjög eftir því hversu lengi sjúklingur hefur legginn. Oft pirrandi, en sjaldan óbærilegir, iðulega skárra hjá konum.
Algengari fylgikvillar: erting í blöðru, blóðmiga, hiti, þvagfærasýking, kalkanir á eða í legg.
Sjaldgæfari fylgikvillar: stífla á legg, brot (kinking), rof á þvagál, röng staðsetning, leggur dregst upp, leggur “gleymist” í sjúklingi.