Þvagrásarþrengsli (strictura urethrae, urethral stricture)
Staðsetning: Himnuhluti (algengast), fremst bæði hjá körlum og konum (meatus stenosis); lim-, himnu- og hvekkhluti hjá körlum. Muna að þreifa þvagrás (hersli, þykkildi, sár) og þá hvort aðrir sjúkdómar (BXO, bólga, vörtur, hormónaskortur) séu samfara.
Einkenni: léleg buna, treg eða mjó, teppueinkenni, hefðbundin þvaglátaeinkenni, þvagfærasýkingareinkenni, sviði, verkir og tíð þvaglát, blóðmiga, leki, skipt eða dreifð buna. Einkenni sjaldan veruleg hjá fullorðnum fyrr en þvermál þvagrásar er orðið <10 Ch (French) eða 3-3,5 mm.
Fylgikvillar: þvagteppa, vatnsnýra og -þvagáll, sýkingar í þvagi og þvagrás, skert sáðlát, steinamyndun, sýkingar í þvagrásarkirtlum, flöguþekjuæxli.
Orsakir
Meðfætt
Þvagleggir
Aftari þvagrásarlokur (posterior urethral valves)
Eftir skurðaðgerðir: aðgerðir á eða um þvagrás (transurethral surgery), þvagleggir, eftir hjartaaðgerðir.
Áverkar; skarpir, sljóir, mjaðmargrindarbrot.
Æxli (mjög sjaldgæf)
Bólgur/sýkingar
Kynsjúkdómar
Klamydía
Lekandi, herpes, vörtur.
Hersliskorpnunarhúfubólga (BXO)
Kynlífsathafnir; reðurbrot (fractura penis), aðskotahlutir í þvagrás.
Meðferð
Sýklalyf
Sterar (krem, salvi)
Veirulyf
Útvíkkun þvagrásar (dilatatio urethrae, þvagrásarútvíkkun)
Málmútvíkkarar (ekki fyrir óvana að nota!)
Þvagleggir (Foley, Lofric®, Easy-Cath®)
Sjálfsútvíkkun með legg
Skurður um þvagrás (incisio transurethralis)
Almennt þarf að fylgja þvagrásarskurði eftir með reglulegum útvíkkunum í ákveðinn tíma (vikur-mánuði, ár).
Sachse: sjónrænn skurður (kaldur hnífur)
Otis-Mauermayer: blindur skurður
Rafskurður/leysigeislaskurður
Skurður + útvíkkun
Lögunaraðgerð (operatio plastica): sérstaklega styttri þrengsli, yngri sjúklingar sem eiga möguleika á góðum bata.
Þvagrásarleggur
Stoðleggur (stent, spiral)