Pungsjúkdómar
Muna að skoða sjúkling bæði standandi og liggjandi auk þess að nota vasaljós (minnka birtuna áður) til gegnumlýsingar. Ómskoðun mjög gagnleg til staðfestingar þar sem hún á við. Hafa ætíð æxlisvöxt í huga. Algengir sjúkdómar á öllum aldri. Sumir afar bráðir en aðrir ekki. Töf á greiningu getur orðið afdrifarík.
Skoða skal alla sjúklinga sem hafa samband við lækni símleiðis vegna einhverra nýtilkominna breytinga á punglíffærrum. Bráð einkenni krefjast bráðrar skoðunar.

Bráðir sjúkdómar í punglíffærum-greiningartafla



Eistasnúningur
Snúningur á
eistaauka
Bráð
eistalyppubólga
Bjúgur
í pung
Aldur
Við fæðingu,
12-18 ára
5-12 ára
<2 ára, 8-12 ára,
eftir kynþroska
2-11 (4-6) ára
Sjúkrasaga
<2-12 klst.
<24 klst.
>24 klst.
12-36 klst.
Áður einkenni
Oft og iðulega að næturlagi
Varla/ekki
Hjá eldri, en
ekki yngri
Stundum
Byrjunar-
einkenni
Bráð
Bráð
Hægfara
Bráð/hægfara
Sjúkdóms-einkenni
og klínísk
skoðun
Ógleði, uppköst, kviðverkir, hitalaus, eista hástætt og hitt þverstætt, mikill verkur og eymsli
Verkir eða eymsli við efri pól, minna aumir, dökkur blettur við lýsingu, kúla þreifanleg
Fyrirferð í pung, erfitt að skilja á milli lyppu og eista, eymsli og roði, yfirleitt hiti, þvaglátaeinkenni og jafnvel útferð
Þroti eða bjúgur, öðru- eða báðumegin, lítil eymsli, breiðist út til nára og spangar, má þreifa eistað, hitalaus
Þvagskoðun
Eðlileg
Eðlileg
Oft sýkingarmerki
Eðlileg
Blóðrann-sóknir
Stundum fjölgun hvítra blóðkorna
Eðlilegar
Sýkingapróf hækkuð
Stundum eósínófílía og fjölgun hvítra blóðkorna




Myndirnar sýna eistasnúning