Nýrasig (ptosis renis, renal ptosis, flökkunýra)
Almennt: yfirleitt einkennalaust og ástand fremur en sjúkdómur. Nýrað sígur í standandi stöðu niður (skilgreining: tvær lendaliðbolsþykktir) og hugsanlega getur komið hlykkur á þvagál þannig að stífla myndast.
Einkenni: verkir í síðu eða kvið, stundum tengt daglegu lífi, íþróttum, þvagfærasýking, blóðmiga, stífluástand, þreifanlegt og auð hreifanlegt nýra. Oftast grannholda, hávaxnar ungar konur.
Greining: klínískt mat auk rtg. IVP ásamt sindurritun í liggjandi og standandi stöðu.
Meðferð: yfirleitt engin, en ef sterkur grunur um einkenni sökum þessa er nýrafesting (nephropexia) ráðlögð, annað hvort opin aðgerð eða með kviðsjártækni sem er algengast aðferðin.