Neðanrás (hypospadias)
Einkenni: ytra þvagrásraopið situr ekki á réttum stað heldur neðan á limnum.
Venjulegast rétt aftan við hefðbundinn stað, í eða við reðurhúfugrófina eða á bolhluta lims (mismunandi gráður/flokkun). Getur verið hvar sem er á hefðbundinni leið þvagrásar. Mismikið far á þeim stað sem opið ætti að vera. Reðurhúfustrengir (chordee) geta verið til staðar, mismikil bognun á lim eða reðurhúfu niður á við, þvagið frussast, bunan óstýrilát.
Meðferð: nánast alltaf skurðaðgerð. Fer eftir útliti og alvarleika hvaða agerð er gerð og þá líka á hvaða aldri drengir eru teknir til aðgerðar. Misjafnar hefðir milli staða.