Sjúklingur með slæma þvagteppu.
Örugg og einföld aðferð sem stefna skal að sem fyrsta val. Frábendingar eru þekkt illkynja æxli í blöðru, tæknileg vandamál vegna offitu og nýleg aðgerð á blöðrusvæði (hlutfallsleg); gott að ómskoða yfir blöðru ef klíník er óklár eða nota blöðruskanna.
Þvagrásarleggur (urethraleggur, blöðrukateter, Foley, Lofric®)
Tæming og taka síðan (sérstaklega eftir aðgerð eða rúmmálið <400-600 ml) eða láta liggja. Ekki beita afli, aldrei of gætilega farið. Sérstök varúð ef þekkt þrengsli áður. Fáir (aðrir en þvagfæraskurðlæknar) hafa e-a marktæka reynslu við að koma upp legg með t. d. leiðara eða ef þrengsli eru til staðar.
Rannsóknir: almennt er mikilvægt að greina fylgikvilla þvagteppu eins og þvagfærasteina, blöðrusarpa, langvinnar sýkingar, vatnsnýru og slakan/óstarfhæfan blöðruvöðva.
Þvagsýni: smásjárskoðun, (dýfupróf) og ræktun.
Blóðrannsóknir: kreatínín, PSA, blóðhagur, elektrólýtar.
Þvagrásar- og blöðruspeglun
Myndgreining (valrannsókn)
Ómun nýru (hvekkur, blaðra): vatnsnýru, vatnsþvagáll, barkarþynning, nýrnastærð.
Ómun af hvekk um endaþarm
TS við fylgikvilla og flókin einkenni
Nýrnamynd (IVP): sjaldnar gerð, gefur upplýsingar um steinamyndun, blöðrusarpa og veggþykknun blöðru að nokkru.
Frekari rannsóknir og meðferð: ræðst m. a. af áætlun þeirri, sem sett verður og því sem gera skal í framhaldinu (aðgerð) ásamt orsök teppunnar. Helmingur eldri karla sem fær bráða þvagteppu þarfnast skurðaðgerðar fyrr eða síðar að jafnaði. Gefa sýklalyf ef einkenni eru um sýkingu klínískt og/eða við rannsókn þvagsýnis. Almennt reyna að fjarlægja legg sem fyrst til reynslu.