Rafkver Vals um þvagfærasjúkdóma er vefrit, sem annars vegar og aðallega ætlað heilbrigðisstarfsfólki (fagfólki), en almenningi (leikmönnum) hins vegar. Markmiðið er að hver og einn geti fengið grunnupplýsingar um algengustu góðkynja sjúkdóma sem fengist er við innan þvagfæraskurðlækninga, en efni um krabbamein í þvagfærum að finna.
Þvagfæraskurðlækningar (enska: urology, norræna: urologi, urologia) er sú fræðigrein er fæst við sjúkdóma innan þvag- og kynfæra hjá körlum og konum og eru börn þar með talin. Má þar nefna sjúkdóma í nýrum, þvagblöðru, blöðruhálskirtli (hvekk), þvagrás, reðri, forhúð og eistum auk legganga og skeiðar.
Efnisvalið ræðst nokkuð af starfsvettvangi og áhugasviðum höfundar. Leiðréttingar og ábendingar eru vel þegnar, en ekki þýðir að deila um smekk.
Notkun á innihaldi heimasíðunnar er öllum einstaklingum heimil, en vinsamlegast getið uppruna ef nýta skal efnið til kennslu eða þess háttar, þar sem höfundarréttur er til staðar.
Minna skal á að læknisfræði getur eins og matargerð verið ótrygg vísindi.