Hver er höfundurinn?


Nafn: Valur Þór Marteinsson

Sérgreinar í læknisfræði: Almennar skurðlækningar og þvagfæraskurðlækningar.

Starf: Sjálfstætt starfandi sérfræðingur á Læknastofum Akureyrar. Fyrrum yfirlæknir þvagfæraskurðlækninga á Skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), einnig sérfræðingur í skurðlækningum á sömu deild, en vinnur hlutastarf í dag. Reglulegar ferðir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Húsavík og Sauðárkróki þar sem gerðar eru sumar minni aðgerðir og móttaka sjúklinga fer fram.

Sérstök áhugasvið: Krabbamein í þvagfærum, þvagleki, sjúkdómar í blöðruhálskirtli, nýrnasteinar.

Læknastofa: Læknastofur Akureyrar, Hafnarstræti 97, 6. hæð ("Krónan"), 600 Akureyri, tímapantanir alla virka daga milli kl. 9-16 í síma 462 2000. Aðgengi annað hvort frá Hafnarstræti ("göngugötunni") og taka lyftuna upp á 6. hæð eða koma að vestanverðu niður Gilsbakkaveg eða Oddagötu (erfiðara með bílastæði).

Rannsóknir og speglanir á þvagfærum: Læknastofur Akureyrar, þvagfærastofa SAk.

Aðgerðir á þvagfærum: Læknastofur Akureyrar, skurðstofur SAk. Allar aðgerðir er krefjast innlagnar eru gerðar á SAk.