Sæðisblæðing (haematospermia, blóðlitur á sæði, sæðisblóð)

Almennt: Sæðið oftar brúnleitt en blóðlitað, nokkuð algengt og yfirleitt hættulaust, sérstaklega hjá <50 ára. Oftast enginn ein ákveðin orsök, en gjarnan áverki á slímhúð þvagrásar við samfarir/sáðlát, sjaldnar bólga eða sýking í hvekk/sáðblöðrum auk illkynja æxlismyndunar. Stundum slitrótt einkenni árum saman. Algengt eftir sýnatöku frá hvekk (fylgikvilli), en hverfur þá yfirleitt af sjálfu sér fljótlega. Blóðþynnandi lyf.

Greining: þvagsýni, mikilvægast að útiloka blóðmigu sem krefst ætíð rannsóknar. Þreifa á hvekk, taka PSA ef endurtekin einkenni, klínískur grunur um breytingar í hvekk og hjá >50 ára.

Meðferð: oftast nægja ráðleggingar (slitrótt einkenni, getur hætt og gerir oftast af sjáflu sér) eftir sögu og skoðun, sýklalyf ef sýking/bólga í neðri þagfærum/hvekk/sáðblöðrum. Breyta eða stöðva blóðþynningu tímabundið.


Pasted Graphic