Skoðun þvag- og kynfæra karla (unnið með læknanema í huga)
Muna, að verstu mistökin eru þau að skoða ekki það sem á að skoða og gildir það sérstaklega um þreifingu í endaþarm og skoðun eistna.
Almennt gildir hið sama um þvag- og kynfæri sem önnur líkamskerfi, sem sagt, skoðun (horfa), þreifing, bank, gegnumlýsing og stundum hlustun. Hnykkt er á nokkrum atriðum hér að neðan. Muna eftir að þreifa eitlastöðvar.

Nýru: Fyrirferð, ósamhverfa á kvið eða síðu, litarbreyting á húð (við áverka), eymsli við bank (ekki of fast), oft nægilegt að þrýsta eða banka laust á nýrasvæði ef grunur um stíflu (iðulegast það sárt eða dæmigert), hlustun yfir æðum. Ekki sleppa þreifingu á nýrum, jafnvel þótt sjúklingur teljist þykkholda.
Reður: Skoða, húðskemmdir, afrifur, sár, vörtur, æxli, þreifa, útferð frá þvagrás, hersli, hnútar, skekkjur, þrengsli við þvagrásarop, draga forhúð aftur ef mögulegt þar sem æxli geta leynst þar.
Þvagblaðra: Eymsli, þensla, banka út þvagblöðru, þvagteppa.
Punglíffæri: Muna að skoða sjúkling bæði í standandi og liggjandi stöðu (oftast mögulegt), eitt eða tvö eistu, ósamhverfa, eru eistun þverstæð eða uppdregin, húðbreytingar, roði, sýking, þykkildi í húð, eymsli, gegnumlýsa pung ef fyrirferð (slökkva ljósin), óregla í eista eða eistalyppu, er fyrirferð framan eða aftan við eistað, ofan eða neðan við eða allan hringinn, er fyrirferðin slétt, óregluleg eða hörð, útvíkkun æða (sést oft aðeins ef sjúklingur stendur og oftast vinstra megin, hverfur við legu), nær fyrirferð upp í nárann eða er hún bundin við eistað, gengur fyrirferðin frá nára niður í pung, er fyrirferðin laus frá eista eða eistalyppu, sæðisleiðarar beggja vegna, þykknun eða eymsli í sæðisleiðurum.
Endaþarmur, hvekkur: Húðskoðun, sár, bólgur, sýkingar, afrifur, fistlar, gylliniæð (ytri eða innri), æxli, fyrirferðir, blæðing, kraftur í hringvöðva, skyntruflun, er hvekkur hnútóttur, hersli eða óregla í hvekk, samhverfur, þreifast sáðblöðrur, eru þær jafnar, eymsli við þreifingu á hvekk, er hvekkur vel afmarkaður, miðskora til staðar, stærð hvekks (æfingin skapar meistarann). Þreifa á hvekk annað hvort með sjúkling í hliðarlegu eða láta sjúkling standa og beygja sig fram á við (oft þægilegra).

Kvenskoðun er ekki lýst hér, en meta þörf á henni eftir sögu og einkennum.