Bakrennslisþvagfærakvilli (vesico-ureteral reflux, VUR, bakflæði, bakflæði þvags)

Skilgreining: flæði þvags frá þvagblöðru upp í þvagála sökum ófullnægjandi lokunar á þvagáls-blöðrumótum. Frum (primer)- eða síðkomið (sekunder), sem er sökum rennslishindrunar frá þvagblöðru (oftast aftari þvagrásarlokur eða blöðkur, posterior urethral valves).

Flokkun: alþjóðlegt flokkunarkerfi er notað, gráða I-V (sjá mynd að ofan)
Greining: mikilvægt að gera sér grein fyrir því að til staðar getur verið bakflæði með eða án flæðishindrunar frá nýrum. Börn með þvagfærasýkingar og grun um bakflæði verða ekki greind einungis út frá klínískum einkennum; myndgreining er nauðsynleg. 10-40% barna sem rannsökuð eru vegna fyrstu þvagfærasýkingar reynast hafa bakflæði. Blöðruröskun oft samfara sýkingu og bakflæði.
MUCG: skuggaefni eða ísótóp.
Bakflæði til nýrna.

Önnur myndgreining: nýrnamynd (IVP) oftast tekin ellegar ómun af nýrum, TS í völdum tilfellum. Sindurritun ef flæðishindrun- eða starfssemisskerðing nýrna.
Blöðruspeglun: mat fyrir aðgerð, gráða III-V, ef aðrir sjúkdómar eru til staðar eða grunur (þvagálsgúll), annars ekki.

Meðferð: árangur langtíma sýklalyfjameðferðar ( 5 ár) sambærilegur við skurðaðgerð m. t. t. nýrra örmyndana í nýrum, blóðþrýstingshækkunar, nýrnabilunar og nýrra sýkinga. Mikilvægt að ræða opinskátt við foreldra um kosti og galla hverrar meðferðar fyrir sig, breyta um áætlun ef illa gengur. Bakflæði af gráðu I-II gengur oftast til baka.
Sýklalyf: lágskammtameðferð, styttri hefðbundin 3-10 daga meðferð ef klínísk einkenni um þvagfærasýkingu.
Önnur lyf: blöðruhemjandi lyf ef starfsemistruflun í blöðru.
Skurðaðgerð: frekast við bakflæði af gráðu IV-V og ef léleg meðferðarheldni, erfitt eftirlit, kostnaður óviðunandi eða lyfjaóþol til staðar. Sömuleiðis ef lagfæra skal aðra galla/sjúkdóma samtímis.
Speglunaraðgerð um þvagrás (“STING”-aðgerð): sprautað þéttiefni (Contigen® = collagen, Deflux®, ýmis önnur efni til) undir slímhúð við þvagálsopið við blöðruspeglun.


Opin skurðaðgerð: fjölmargar árangursríkar aðgerðir til (Lich Gregoir, Politano-Leadbetter, Cohen, Anderson).
Kviðarholsspeglunaraðgerð: lítil reynsla nema svæðisbundið.

Eftirlit: ómeðhöndlað eða vanrækt bakflæði eykur þrýsting í nýrum, hættu á sýkingum og nýrnabilun. Sömuleiðis getur myndast þensla á þvagblöðru ef bakflæði er á háu stigi þar sem blaðran tæmist ekki alla jafna (“megaureter-megacystic syndrome”). Fjöldi og umfang eftirlitsathugana ræðst af bakflæðisgráðu, aldri, þekktum nýrnaskemmdum, sýkingum, ættarsögu og því hvort sjúklingur er á fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð ellegar hafi þegar undirgengist aðgerð sökum þessa. Árangursrík skurðaðgerð getur sparað eftirlit.