Vatnshaull (vatnseista, hydrocele)

Einkenni: vökvasöfnun í pung, sem er gegnumlýsanleg (transilluminatio). Fyrirferð í pung, þyngsli og verkjaseiðingur, þrýstingur, punghrukkur minna áberandi. Ef misstór eftir tíma dags (stærri að kveldi) þá er yfirleitt samgangur við kviðarhol (hydrocele communicantis testis).

Meðferð
Almennt: engin í byrjun ef einkennalaust hjá börnum <2-3 ára. Skurðaðgerð ef hverfur ekki sjálfkrafa innan 2-3 ára og alltaf ef samgangur milli pungs og kviðarhols.

Ástunga + innsprautun herpandi lausnar (sýklalyf, æðaherpandi efni reynst vel): hjá fullorðnum eða jafnvel yngri mönnum, ekki börnum. Má endurtaka ef vökvisöfnun kemur að nýju.
Skurðaðgerð: pungskurður hjá fullorðnum, en alltaf náraskurður hjá börnum (vegna samgangs við kviðarhol). Lord´s eða Jabuley´s aðgerð ef aðgerð með pungskurði.