Þvagblöðrusteinar (calculi vesicalis, bladder stones, vesical calculi)


Blöðrusteinn, egglaga, lagskiptur og stór efst.

Blöðrusteinar eru algengari hjá eldri einstaklingum, sérlega körlum, eru iðulega fylgifiskur hvekkauka með þvagteppu, lélegrar tæmingar eða sýkinga í þvagi. Tíðnin þó farið minnkandi með batnandi meðferð á sýkingum, betri næringu, reglulegra eftirliti mænuskaðasjúklinga og hvekkaukameðferð. Koma einnig fyrir hjá börnum, geta verið einn eða fleiri. Stærðin frá 1-2 mm upp í nokkra sentímetra, sléttir, egglaga, hrjúfóttir. Margir sögulegir sjúklingar til sem haft hafa blöðrusteina gegnum tíðina, t.d. Napóleón Bónaparte, Benjamín Franklín, Ísak Newton og Ólíver Cromwell.

Greining:

Þvagsýni: sýking, blóðmiga.

Myndgreining: yfirlitsmynd (ekki eru allir steinar sýnilegir á venjulegri röntgenmynd), IVP, TS, ómun.

Blöðruspeglun: öruggasta aðferðin við að greina steina.


Steinn við blöðruspeglun, bjálkar sjást í blöðru.

Meðferð:
Yfirleitt brotnir með speglunarðagerð um þvagrás (cystolithotripsia), stundum í opinni aðgerð ef lagfæra þarf annað samtímis.