Þvagteppa (retentio urinae, þvagretentio)

Saga: algjör eður ei, bráð (akút) eða langvinn (krónísk), bráð og langvinn (acute-on-chronic retention), endurtekin, lyf, áfengi, önnur veikindi (taugasjúkdómar), áverkar, skurðaðgerðir á þvagfærum, skurðaðgerðir á grindarholslíffærum, gerviliðaaðgerðir, þvagrásarþrengsli áður. Þreifa á hvekk, kvenskoðun.Hvernig skal tappa?
Leggur ofanklyfta (súprapúbisleggur, Cystofix): sérstaklega gagnlegur ef rúmmál mikið, löng saga eða þrengsli í þvagrás nú/áður, erfitt að koma legg um þvagrás. Hægt að óma yfir blöðru (h x b x l x 0.6 = rúmmál í blöðru) eða nota blöðruskanna í vafatilfellum. Tvær stærðir til að jafnaði, Ch 10 og 15 (French = Ch). Einnig til ástunguáhöld fyrir venjulega þvagleggi (Foley-leggi #12 og 16 frá Bard) sem auðveldara er að skipta um. Svipuð tækni.

Framkvæmd: (1) sjúklingur liggur flatur, (2) tryggja að blaðran sé nægilega full eða þanin(háð reynslu læknis), (3) deyfa með 10 ml carbocain + adrenalín 1-2 fingurbreiddum ofan klyftasambryskju (symphysis pubis), nota fyrst fína nál og síðan langa græna, sem hægt er að fara með í gegnum kviðvegg og inn í blöðru, (4) taka þvagsýni við ástunguna, sem um leið tryggir rétta stefnu nálar og dýpt, (5) gera lítið gat fyrir holrörið (trocar) með hnífsblaði og stinga holröri ákveðið inní blöðruna með plastslönguna innan í því, oft er dýpra á blöðruna en vænta mátti, (6) renna plastslöngunni gegnum holrörið og draga síðan holrörið út þannig að það klofni í tvennt eftir endilöngu, (7) festa plastslönguna með nælonþræði (2 eða 3/0 Ethilon) og (8) tengja við þvagpoka ellegar nota tappa.

Sjúklingur með slæma þvagteppu.

Örugg og einföld aðferð sem stefna skal að sem fyrsta val. Frábendingar eru þekkt illkynja æxli í blöðru, tæknileg vandamál vegna offitu og nýleg aðgerð á blöðrusvæði (hlutfallsleg); gott að ómskoða yfir blöðru ef klíník er óklár eða nota blöðruskanna.

Þvagrásarleggur (urethraleggur, blöðrukateter, Foley, Lofric®)
Tæming og taka síðan (sérstaklega eftir aðgerð eða rúmmálið <400-600 ml) eða láta liggja. Ekki beita afli, aldrei of gætilega farið. Sérstök varúð ef þekkt þrengsli áður. Fáir (aðrir en þvagfæraskurðlæknar) hafa e-a marktæka reynslu við að koma upp legg með t. d. leiðara eða ef þrengsli eru til staðar.
Rannsóknir: almennt er mikilvægt að greina fylgikvilla þvagteppu eins og þvagfærasteina, blöðrusarpa, langvinnar sýkingar, vatnsnýru og slakan/óstarfhæfan blöðruvöðva.
Þvagsýni: smásjárskoðun, (dýfupróf) og ræktun.
Blóðrannsóknir: kreatínín, PSA, blóðhagur, elektrólýtar.
Þvagrásar- og blöðruspeglun
Myndgreining (valrannsókn)
Ómun nýru (hvekkur, blaðra): vatnsnýru, vatnsþvagáll, barkarþynning, nýrnastærð.
Ómun af hvekk um endaþarm
TS við fylgikvilla og flókin einkenni
Nýrnamynd (IVP): sjaldnar gerð, gefur upplýsingar um steinamyndun, blöðrusarpa og veggþykknun blöðru að nokkru.
Frekari rannsóknir og meðferð: ræðst m. a. af áætlun þeirri, sem sett verður og því sem gera skal í framhaldinu (aðgerð) ásamt orsök teppunnar. Helmingur eldri karla sem fær bráða þvagteppu þarfnast skurðaðgerðar fyrr eða síðar að jafnaði. Gefa sýklalyf ef einkenni eru um sýkingu klínískt og/eða við rannsókn þvagsýnis. Almennt reyna að fjarlægja legg sem fyrst til reynslu.