Þvagfærafistlar (fistulae, fistula)

Almennt: eftir áverka, skurðaðgerðir, geislun, sýkingar, æxlisvöxt.

Einkenni; þvagleki, þvag eða hægðir koma út á óeðlilegum stöðum, sýkingar í þvagi, þvaggraftarsótt, loftmiga (pneumaturia), steinar.

Staðsetning/flokkun
Þvag-kynvegsfistlar hjá konum; algengastir eru:
Blöðru- og leggangafistill (vesico-vaginal)
Blöðru- og legfistill (vesico-utero)
Þvagáls- og leggangafistill (uretero-vaginal)
Þvagáls- og blöðrufistill (uretero-vesical)
Þvagrásar- og leggangafistill (urethro-vaginal)
Þvagfærafistlar hjá körlum
Blöðru- og þvagálsfistill (vesico-ureteral)
Þvagrásarfistill (urethral fistula)
Bæði kynin
Blöðru- og garnafistlar
Ristill
Endaþarmur
Smágirni
Greining
TS eða MR oftast
Nýrnamynd (IVP)
Skuggaefnisrannsókn á blöðru (cystografia)
Þvagrásar- og blöðruspeglun
Þvagáls- og nýraskjóðurannsókn með skuggaefni um legg
Meltingarfæraspeglun
Skuggaefnisrannsókn (fistúlógrafía)

Meðferð: oft erfið og langvinn, jafnvel enduraðgerðir. Horfur ráðast mikið af orsök (sýking, illkynja æxli).
Kerameðferð er stundum beitt í upphafi, tæming graftarkýla, þvagleggur, næring í æð ásamt föstu.
Skurðaðgerð, ef íhaldssöm meðferð dugar ekki, stoðleggir.

Viðbótarlesefni:
BJU International 95 (1), 193–214 (Vesico-vaginal fistula).


MYndin sýnir viðgerð á slæmum fistli milli blöðru, legganga og endaþarms.