Fylgikvillar aðgerða í eða á pung:

Flestir fá mar, bjúg og eða þrota í punginn fyrstu 7-14 dagana í kjölfarið, sem fer síðan smám saman minnkandi, þyngsli í pung og aumir viðkomu, oftast þykknun á vefnum í fyrstu.

Hafa hægt um sig fyrstu dagana, ekki hjóla eða iðka íþróttir er reyna á pung; hið sama gildir um samfarir. Verkir við gang, náraverkir. Mikið mar er sjaldgæft og sýkingar sömuleiðis. Stundum gagn af pungbindi. Yfirleitt alltaf notaðir húðsaumar, sem eyðast sjálfkrafa, nema annað sé tekið fram af lækni.