Sjúkdómar í hvekk, blöðruhálskirtli
Mikilvægi líffærisins er talsvert innan þvagfærasjúkdóma og er þá bæði um að ræða góðkynja jafnt og illkynja sjúkdómsástand.
Hvekkauki
er annað heiti yfir góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli; hvekkur er samheiti blöðruhálskirtils en útbreiðsla (notkun) heitisins er meiri norðan heiða en sunnan.
Lykilatriði
Þvaglátaeinkenni frá neðri þvagfærum eru eigi sjúkdómssértæk, það þýðir að einkennið má, en þarf ekki að tengjast ákveðnum sjúkdómi.