Almennt um framkvæmd, eðli:

Blöðruspeglun er rannsókn á þvagblöðru og þvagrás sem gerð er vegna ýmissa einkenna frá þvagfærum. Helst má nefna blóð í þvagi, sýkingar, þvaglátaeinkenni auk eftirlitsspeglana hjá sjúklingum með áður greint krabbamein í þvagblöðru.

Rannsóknin er gerð í staðdeyfingu (einstaka sinnum í svæfingu) þar sem deyfikremi er sprautað inn í þvagrásina. Engin önnur lyf eru notuð þannig að sjúklingur getur ekið bifreið strax í kjölfar rannsóknar ef honum líður vel að öðru leiti.

Speglunin er gerð með grannri slöngu (5 mm í þvermál) sem rennt er gegnum þvagrásina og vatni dælt inn í blöðruna samtímis. Tækið er tengt við ljósgjafa.

Speglunin tekur yfirleitt ekki meira en fáeinar mínútur og er oftast óþægindalítil og sjaldan að fylgikvillar verði í kjölfarið. Sumir finna fyrir sviða í þvagrás við þvaglát næsta sólarhringinn og ekki er óeðilegt að eitthvað blóð geti komið með þvaginu, sérstaklega ef sýni var tekið.
Ef þú færð hita, vaxandi verki, verulega blóðlitað þvag eða getur ekki pissað í kjölfarið, þá skaltu hafa samband við lækni.

Pasted Graphic