Blóðmiga (haematuria, blóð í þvagi)

Almennt: yfirleitt hefur sj. rétt fyrir sér hvað varðar lit á þvagi, þvagprufan þarf að vera tæknilega góð, varast blæðingar frá leggöngum hjá konum. Illkynja sjúkdómar algengari hjá eldri og <5% þeirra með smásæja og 20-30% með sýnilega blóðmigu reynast hafa illkynja sjúkdóm. Algengustu orsakir blóðmigu eru síður alvarlegar. Þessi skrif eiga ekki alm. við um börn.

Einkenni: hversu oft, blóðlifrar, verkir (hvar?), hiti, hrollur, hálsbólga, í lok eða byrjun þvagláta, öll bunan blóðug, eftir áreynslu eða áverka, eftir hlaup/skokk, eftir samfarir, reykingar, ættarsaga, lyfjanotkun (bólgueyðandi lyf, magnýl, Kóvar, Pradaxa, Xarelto og skyld blóðþynnandi lyf, cýklófosfamíð), ferðalög (schistosomiasis, malaría).

Illkynja æxli í vi. nýra á TS-rannsókn.

Greining: þvag- og kynfæraskoðun, eitlastækkanir, húðblæðingar, BÞ, fyrirferðir í kvið.
Þvagskoðun
Dýfupróf: gagnlegt en getur verið falsk-jákvætt við haemoglobinuria og myoglobinuria, en falsk-neikvætt við C-vítamín töku og genticinic acid (efnasamband/lífefni frá aspiríni).
Smásjárskoðun: mikilvæg við að greina uppruna blæðingar t. d. frá gauklum/nýrahnoðrum (glomeruli), píplum og millivef (tubulo-interstitial) ef prótínmiga er samfara. (Við smásæja blóðmigu >3 RBK/sjónsviði eða >5 RBK/0.9 mm
3 í talningu).
Aðrar valrannsóknir: ráðast aðallega af sjúkdómsmyndinni, hvort sýking er til staðar sem og aldri sjúklings. Orsakir finnast hjá allt að 80% sjúklinga við fullkomna rannsókn og mjög sjaldgæft að missa af illk. æxlisvexti.

Frumuskoðun þvags: frekar jákvæð við æxli af gráðu III, oft falsk-neikvæð við gráðu I-II.
Sérhæfð þvagpróf til greiningar illkynja þvagfæraæxla í þvagblöðru/þvagþekju: enn á tilraunastigi.
Blóðrannsóknir: grunnmælingar eru kreatínín, (úrea), blóðhagur, elektrólýtar, sökk og blæðingarpróf.
Myndgreining: TS oftast gerð, MR sjaldnar.
Speglanir:
þvagrásar- og blöðruspeglun, skuggaefnisrannsókn á þvagálum/nýraskjóðu (retrograd pyelografía), þvagáls- og nýraskjóðuspeglun.
Æðamyndataka af nýrum sjaldgæf í dag, MR frekar gert ef þarf.
Nýrasýni (renal biopsy).