Sýkingar og bólgur í hvekk og sáðblöðrum (prostatitis, prostato-vesiculitis, prostatít)

Flokkun hvekkbólgna
Almennt: margar mismunandi flokkanir hafa verið í gangi, en neðangreind flokkun (NIDDK/NIH) er sú, sem notast verður við í skrifum og rannsóknum um hvekkbólgur og sýkingar. Margt er á huldu um orsakir langvinnra bólgna.

1. Bráð sýklahvekkbólga (acute bacterial prostatitis): bráð sýking í hvekk og jafnvel graftarkýli (abscessus prostatae) með miklum og dæmigerðum sýkingareinkennum.
2. Langvinn sýklahvekkbólga (chronic bacterial prostatitis): endurteknar staðfestar sýkingar í þvagi eða hvekkseyti.
3. Langvinn sýklalaus hvekkbólga (chronic abacterial prostatitis/chronic pelvic pain sx): engin sýnileg sýking.
Bólguástand (inflammatory): hvít blk. í sæði/hvekkseyti eftir nudd á hvekk um endaþarm.
Ekki bólguástand (noninflammatory): ekki hvít blk. í sæði/hvekkseyti eftir nudd á hvekk.
4. Einkennalaus hvekkbólga (asymptomatic inflammatory prostatitis): einkennalaus en merki um bólgu/sýkingu/hvít blk. við rannsókn (hvekksýni, þvag, sæði, hvekkseyti).

Grunnrannsóknir
Þvagsýni, þvagsýni fyrir og eftir hvekknudd, (hvekkseyti, sæðisprufa).
Blóðrannsóknir: alltaf við bráðaástand, en annars eftir einkennum og ástandi.
Ómun um endaþarm: grunur um ígerð, annars umdeilt.
Valrannsóknir
Þvagrásar- og blöðruspeglun
TS (segulómun): grunur um ígerð.
Meðferð
Ráðleggingar: reglulegar samfarir (ef þolir, allt er afstætt), sjálfsfróun, klæða sig vel, heit böð, hvekknudd (massage, ekki gagnreynd læknisfræði), hugsanleg tengsl við daglegar athafnir og fæðu.
Bólgueyðandi lyf: við #3-4 í 2-6 vikur.
Sýklalyf: við #1-2. Kínólón sambönd, trímetóprímsúlfa eins lengi og þarf ( 4 vikur í upphafi). Viðhaldsmeðferð kemur til greina við endurtekin eða þrálát einkenni. Stundum gagnleg við #3 (ekki gagnreynd læknisfræði).
Skurðaðgerð: einungis ef um graftarkýli er að ræða í hvekk/sáðblöðrum og þá ástunga um endaþarm eða tæming (unroofing) um þvagrás við speglun.
Önnur lyf: Alfahemjarar hafa oft góð áhrif á þvaglátaeinkennin og verki einir sér, en stundum gefnir samhliða annarri meðferð. Vöðvaslakandi lyf, geðlyf (amitryptilín, serótónín viðtakahemjarar, SRRI) en árangur óviss, ekki mælt með.