Reðursíris, reðursístaða (priapismus)

Skilgreining: viðvarandi reðurstinning (sístaða) án kynörvunar eða ertingar.
Tvær tegundir m. t. t. orsakar:
Slagæðaorsök: Miklu sjaldnar og yfirleitt litlir/engir verkir. Algengast eftir áverka á spöng/lim og stundum myndast fistill milli slag- og bláæðakerfis. Mikið flæði en ekki hætta á súrefnisskorti í reðurgroppuhólfum.
Bláæðaorsök: Verkir eða ekki samfara stinningu sem hverfur ekki á mínútum eða fáeinum klst. Mikilvægt að bregðast brátt við sístöðu sökum bláæðaástands (bláæðastasi með súrefnisfátæku blóði, “veno-occlusive”) vegna hættu á drepi og örvefsmyndun í reðurgroppuhólfum sem geta orðið varanleg (lítið flæði) innan 4-24 klst. eftir atvikum. Yfirleitt af völdum lyfjainnsprautunar í lim, en getur komið fyrir eftir notkun risbætandi lyfja. Sjaldnar hvítblæði, sigðfrumublóðleysi og önnur lyf.

Líffærafræði reðurs.

Meðferð:
hafa ætíð samband við sérfræðing. Þetta er bráðavandamál í eðli sínu og þarf að meðhöndla eða taka afstöðu til innan 4-6 klst. að jafnaði.

Slagæðaorsök
Nota kælingu með íspoka, þrýstingsmeðferð (einkennameðferð).
Æðastíflun (embolisering): ef löng sjúkrasaga, stundum aðgerð.

Bláæðaorsök
Ástunga og tæming blóðs úr reðurgroppuhólfum með eða án skolunar. Leiðsludeyfing í lim nægileg.
Alfa-adrenergur agonisti:
Efedrín: draga l ml lyfs (50 mg/ml) í sprautu og gefa 0.4 ml (20 mg) í reðurgroppuna með fiðrildanál (“butterfly”) eða insúlínnál. Má endurtaka allt að 4-5 sinnum (hámarksskammtur 100 mg efedrín) og þrýsta vel á stungustaðinn í 3-5 mín. eftir að nálinn hefur verið fjarlægð til að hindra marmyndun.
Adrenalín: gefa 50-100 g x 1-2, en meiri aukaverkanir en við efedrín gjöf.
Metaraminol (1mg Aramine® + 50ml saltvatn) sprautað í groppuna.

Winter´s aðferð: ástunga (-ur) gegnum reðurhúfu með Tru-cut nál.
El Ghorab´s hjáveita: myndun fistils milli reður- og þvagrásargroppu með skurði gegnum reðurhúfu og bútur tekinn úr hýðinu.
Aðrar hjáveituaðgerðir
Reðurstólpar (penile prosthesis): viðvarandi ristruflun vegna bandvefsmyndunar í reðurgroppuhólfum.