Þvagrásarsepi (carunculus urethrae, urethral carunculus)

Einkenni: þvaglátaeinkenni, sviði, verkur, sýking, blæðing.
Greining: misstór sepi við ytra þvagrásarop, skagar út, rauðleitur eða blá-svartur að lit.
Þvagrásarspeglun. Einungis hjá konum.
Meðferð: Fjarlægður með aðgerð. Getur þurft að víkka þvagrás í kjölfarið.

Þvagrásargúll (urethrocele)

Almennt: Í raun sig á þvagrás hjá konum. Rugla ekki saman við þvagrásarsarp og getur verið mikilvægt í tengslum við þvagleka hjá konum. Sjaldgæft að komi til meðferðar.