Ófrjósemisðgerð eða "herraklipping"

Þarf ég að varast eitthvað eftir aðgerð?

Aktu ekki sjálfur heim ef þú hefur fengið lyf í æð. Taktu það rólega aðgerðardaginn og ekki hjóla eða stunda íþróttir sem geta reynt óeðlilega mikið á punginn fyrstu dagana eftirá. Samfarir eða sjálfsfróun skyldi forðast fyrstu 3-4 dagana í kjölfar aðgerðar. Í lagi er að fara í sturtu, en ekki sund/baðkar fyrr en skurðirnir eru grónir (lokaðir).

Má búast við einhverjum fylgikvillum í kjölfar aðgerðar?
Mar og blæðing í pung, roði eða erting vegna sauma. Sýking í sári, verkir í pung og nárum, þykkildi undir skurðinum vegna örvefsmyndunar á sæðisleiðurum. Fylgikvillar þessir eru fátíðir og yfirleitt minniháttar, en flestir fá eitthvað mar. Ristruflun eða breytingar á hormónastarfsemi er ekki hægt að rekja til aðgerðarinnar og karlar hafa eftir sem áður sáðlát með sömu tilfinningu, en þá án sæðisfrumna.

Saumurinn eyðist af sjálfu sér, nema annað sé tekið fram.