Forhúðarþröng, forhúðarþrengsli (phimosis)
Raunveruleg sjúkleg þröng er sjaldgæf, en þá með hvítleitum breytingum, örmyndun og inndrætti og ekki sést blómhnappslögun ("flowering"). Sjaldgæf á forskólaaldri.

Lífeðlisfræðileg forhúðarþröng (physiological phimosis)


Myndin efst sýnir eðlilega forhúð hjá dreng, en að ofan húðskemmd við forhúðaropið (hvítleitur vefur).

Drengir fæðast flestir með hlutfallslega þrönga og ofaukna forhúð, en er yfirleitt algjörlega saklaust fyrirbæri og ekki rugla saman við sjúklega þröng.

Reðurhúfukreppa (paraphimosis, prestakragi)
Forhúðin festist aftan við reðurhúfu, bólgnar upp og mismikil bjúgmyndun verður. Oftast vegna samfara, fikts eða þegar drengir fitla við forhúðina; stundum við eða eftir ísetningu þvagrásarleggja. Sjaldan eða ekki sjúkdómur, en getur þurft aðgerðar við. Minnir á þrönga rúllukragapeysu.


Forhúðarsamvextir (adhesiones, adhesjónir)
Eru til staðar hjá flestum nýburum, en fara minnkandi fyrstu æviárin og eru sjaldgæfir eftir fermingu nema í kjölfar bólgna og sýkinga.

Húfu- og forhúðarbólga (balanoposthitis = bólga reðuhúfu og innri hluta forhúðar, balanitis = bólga reðurhúfuslímhúðar)
Einkennist af roða, bólgu, sviða, verk og bjúgmyndun ásamt sýktu seyti, sem kemur undan forhúð (ekki sama og limfarði) ef til staðar er raunveruleg sýking. Fæstir fá þrálát einkenni. E.coli og Proteus vulgaris algengustu sýklarnir en stundum (20-30%) ræktast ekkert. Sveppasýkingar eru ofgreindar. Stundum bólga sem hluti sjúkdóms Reiter (balanitis circinnata).

Forhúðarhaftssjúkdómar (frenulum sjúkdómar)
Tognar á haftinu við stinningu lims sem og við samfarir, rifnar jafnvel. Limur bognar niður á við. Verkir og ófæra við samfarir.

Limfarði (smegma)
Eðlilegt ástand, hvítleitt efni, seigt og stundum hart undir forhúð, lyktar nokkuð, en er ekki sýkt (árétta við foreldra).

Hersliskorpnunarhúfubólga (BXO; balanitis xerotica obliterans)
Raunveruleg sjúkleg þröng með hvítleitum breytingum, örmyndun og inndrætti af óþekktri orsök yfirleitt, en getur komið eftir endurteknar tilraunir við að draga forhúð aftur fyrir reðurhúfu hjá drengjum. Ekki samband við sýkingar. Samfara þessu getur ytra þvagrásaropið lokast eða þrengst mjög og reðurhúfan skaddast. Algengast hjá fullorðnum, mikilvægt að útiloka illkynja æxlisvöxt í þeim aldurshópi.

Herslis- og visnunarflatskæningur (lichen sclerosus et atrophicus)
Húðbreyting á forhúð og við ytra þvagrásarop, en sjaldan endaþarmsop. Getur tengst illkynja flöguþekjuæxli.

Bleiuvandræði (bleiubossi, bleiutippi, ammonia dermatitis)
Sjaldgæf með tilkomu einnota bleia og eðlilegum skiptingum. Húðvandamál.