Hvekkauki (BPH, góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli)

Almennt: ofstækkun/vöxtur á hvekk án illkynja orsakar. Skilja á milli klínískrar stækkunar (hvekkauki, kirtilstækkun, prostatic enlargement/hypertrophy) og vefjagreiningar (hyperplasia prostatae, benign prostatic hyperplasia, BPH).

Einkenni: sjá "LUTS". Einkenna- og lífsgæðamat (IPSS) kemur líka til greina að nota (meira við rannsóknir).

Grunnrannsóknir: þreifing á hvekk, þvagsýni (sýking, blóð, sykur), PSA, þvagleif, þvaglátaskrá, flæðismæling.
Greining: þreifing á hvekk, myndgreining, speglun, sýnataka.

Valrannsóknir
Oft nægir saga og skoðun. Valrannsóknir ráðast mest af einkennum, fylgikvillum, fyrri sögu og aðgerðum, blóðmigu.
Flæðismæling: sj. kastar vatni í skál og botn hennar snýst. Gildin nokkuð háð rúmmáli þvags og þarf það helst að vera 150 ml. Gjarnan endurtaka. Gróf túlkun á niðurstöðum flæðishraða:
<10 ml/s: líkur á flæðishindrun miklar.
>15 ml/s: ólíklega flæðishindrun (eðlilegt).
10-15 ml/s: erfitt að fullyrða um flæðishindrun.



Mismunandi flæðisrit.


Þvagleif: ómun, sérstakt mælitæki (Bladder Scan) eða þvagrásarleggur (undantekning).
Blóðrannsóknir: blóðhagur, kreatínín, aðrar eins og við á.
Myndgreining: leita eftir steinum, kölkunum, blöðrusörpum, útvíkkun á safnkerfum, nýrnaskaða (barkarþykkt), nýrnastærð.

Þvagrásar- og blöðruspeglun


Blöðruspeglun sem sýnir sáðrásarhól (vi. m.), hliðarblöð (miðjan) og þverskurð af hvekk á sama stað (hæ. m.).

Ómun um endaþarm (transrectal ultrasound, TRUS)
Ábendingar: grunur er um illkynja æxlisvöxt, hækkun á PSA. Leiðbeinandi við sýnatöku. Mat á aðgerðartækni sem valin yrði (mjög stór hvekkur, þriðja blað, lobus tertius/medius).
Þrýsti-flæðirannsókn (pressure-flow study)
Ábendingar geta verið: grunur er um taugasjúkdóm, óvenjuleg einkenni, gott flæði en mikil einkenni, léleg blöðrutæming, sjúklingar með þvaglegg, sjúklingar sem svara illa lyfjameðferð, mjög ungir eða gamlir, mat/leiðbeinandi fyrir aðgerð.




Myndirnar sýna upplýsingar sem fá má úr þrýstiflæðirannsókn.