Þvagfæraáverkar

Almennt: sjaldan aðalatriðið og oftast hluti fjöláverka. Muna þó eftir. Bílslys, högg, hnífsstungur, íþróttameiðsl, skíða- og brettaiðkun, eftir eða við skurðaðgerð, grindarbrot. Blóðmiga, mar í síðu, púlserandi mar, rifbrot neðarlega, lost, verkir yfir blöðru- eða nýrnasvæði. Fyrsta reglan er ákveðin greining sem fæst við klíníska skoðun, blóð- og þvagrannsókn auk myndgreiningar.

Nýrnaáverkar

Myndin efst sýnir flokkunarkerfi nýrnaáverka.
Flokkun nýrnaáverka
(skv. American Association for the Surgery of Trauma renal injury grading scale, AAST injury grade)

Gráða/ Tegund/ Lýsing

I: Mar/blæðing - Smásæ eða sýnileg blóðmiga, blæðing undir hýði

II: Blæðing/tæting - Blæðing innan nýrans, <1cm vefjaskaði, - leki

III: Tæting - >1cm vefjaskaði án rofs á safnkerfum eða leka

IV: Tæting - Vefjaskaði gegnum börk og safnkerfi með leka

V: Tæting/æðar - Eyðilagt/margtætt nýra og/eða meginæðarskaði


Greining
Nýrnamynd/ómun nýru/TS. TS oftast gerð í dag sem liður í rannsókn fjöláverka, en 10% sjúklinga með áverka innan kviðarhols hafa líka nýrnaáverka. IVP/ómun oftast nægileg í byrjun ef smásæ blóðmiga er til staðar og klínísk einkenni lítil og lífsmörk eðlileg, ekki grunur um annað. Ísótóparannsókn og Doppler í völdum tilfellum auk nýrnaæðamyndatöku. Flokkaðir í gráðu I-V eftir alvarleika (sjá mynd). Muna eftir síðkomnum blæðingum og þá sérstaklega við alvarlegri áverka (gráðu III-IV).Blæðing undir hýði eða gráðu I áverki ("subcapsular hematoma") (vi. m.), áverki af gráðu V (miðja).

Meðferð

Flestir (>90%) þarfnast ekki skurðaðgerðar: óstöðugur sjúklingur óháð áverkagráðu getur þarfnast aðgerðar ef önnur úrræði duga ekki.
Lostmeðferð/blæðingarmeðferð (hefðbundin)
Rúmlega meðan blæðir í þvag
Sýklalyf ef rof í eða á safnkerfi
Innæðameðferð (embolisering) ef virk blæðing og ekki þörf á annarri meðferðþ

Fylgikvillar nýrnaákverka
<4 vikna: blæðingar, leki á þvagi utan nýra, þvagáls, myndun "urinoma", sýkingar og ígerð, fistlar og háþrýstingur. Síðkomna má nefna háþrýsting, steinamyndun, sýkingar og vatnsnýramyndun.

Þvagálsáverkar

Algengastir eftir skurðaðgerðir í dag!

Greining
TS eða MR
IVP sjaldnar í dag
Skuggaefnisrannsókn á þvagál um húð eða við bl.speglun (ante-eða retrograd pyeloureterografia)
Meðferð
Skurðaðgerð með endurtengingu
Þvagálsspeglun með stoðleggsísetningu
Þarmur/botnlangi í stað þvagáls
Endurtenging í blöðru (Boari, psoas hitch)

Blöðruáverkar
Mikilvægt: útiloka þvagrásaráverka samtímis!

Greining: geta verið innan- eða utanskinu, hröðunar- eða skarpir áverkar, bílslys, högg í kvið, blaðran full, rof efst, venjulega aðrir alvarlegri áverkar samfara, sérstaklega grindarbrot (um 10% með blöðruáverka, en >80% þeirra sem hafa blöðráverka reynast einnig með grindarbrot).
Myndgreining: skuggaefnisrannsókn af blöðru og þvagrás, TS með skuggaefni. Skinuástunga (perit. lavage, kreatínín í skolvökva) möguleg.
Meðferð
Opin aðgerð við innanskinurof, blaðran saumuð í tveimur lögum, þvagleggur í 7-10 daga (geta þó gróið ef lítil og rétt meðferð gefin strax, seinkuð koma á sjúkrahús, þvagleggur)
Þvagleggur við utanskinurof ef lítill skaði og sérstök varúð ef alvarleg grindarbrot (blæðingarhætta); lagfæra samhliða öðrum aðgerðum.

Þvagrásaráverkar
Mikilvægt að útiloka samhliða blöðruáverka!

Greining: blóð við eða í þvagrás, blóðmiga, erfitt að pissa, útbungun við þvagrás, mar, upplyftur hvekkur við þreifingu í endaþarm.Skuggaefnisrannsókn á þvagrás
TS (samhliða mati annarra áverka)
Þvagrásarspeglun
Meðferð: erfið, flókin og fer eftir staðsetningu, tímalengd frá áverka, hluti af fjöláverka, algjört rof eður að hluta. Aldrei setja þvaglegg blint ef grunur vaknar um slíkan áverka.

Kynfæraáverkar

Limur: sjaldgæfir mjög. Algengast eftir beinan áverka, ofbeldi og samfarir. Verkir, blæðing, mar.
Reðurbrot (fractura penis): Rof verður á repurgroppuhýðinu (corpus cavernosum). Þarfnast aðgerðar og yfirleitt brátt ef alvarlegt.
Eistu: opnir eða lokaðir áverkar, eitt eða tvö eistu, áður aðgerðir. Fyrirferð, mar, blæðing í pung, inna eða utan hýðis.
Myndgreining: ómun getur sýnt umfang rofs innan hýðis til mismunagreiningar frá t. d. æxlisvexti í eista.
Meðferð: sjaldan aðgerð ef >2-3 dagar frá áverka en annars yfirleitt opin aðgerð við mikið mar/blæðingu og alltaf ef opinn áverki/rof á hýði og húð. Gefa sýklalyf ef opinn áverki eða aðgerð fyrirhuguð.