Fylgikvillar aðgerða á forhúð:

Sjaldgæfir og varla alvarlegir. Bjúgur í forhúð, mismikið mar og þroti alltaf fyrstu 7-14 dagana, sýkingar mjög fátíðar. Stundum erfitt að pissa fyrstu bunu eftir aðgerð. Forðast samfarir og sjálfsfróun (eldri strákar, fullorðnir) þar til sárið er gróið (3-6 vikur), jafnvel nota smokka fyrsta skeiðið. Saumar eyðast sjálfkrafa á 10-14 dögum (nema annað sé tekið fram), annars fjarlægja þegar vel gróið. Vara sjúklinga/foreldra við reðurhúfukreppu (forhúðin festist aftan við kónginn eða reðurhúfu) í fyrstu eftir aðgerð. Reyna að draga forhúðina fram yfir kónginn nema forhúðin hafi verið fjarlægð. Skurðirnir lýsast með tímanum og það tekur tíma að fá endanlegt útlit og tilfinningu. Hafa samband ef vaxandi roði, vessar frá sári eða alvarlegt mar myndast.