Vanfrjósemi karla, ófrjósemi (infertilitas, male infertility)

Nokkur hugtök og sjúkdómar:
Sæðisfrumnaleysi (azoospermia, aspermia)
Hreyfiskerðing sæðis (asthenozoospermia)
Vanskapnaðarsæði (teratozoospermia)
Sáðlátabrenglun
Hvekkbólgur (prostatitis)
Sýkingar og bólgur í sáðblöðrum (vesiculitis)
Eistalyppubólgur (epididymitis)
Eistabólgur (hettusótt)
Þvagfærasýkingar
Nára- og launeistu
Kólfsæðahnútar (varicocele)
Skurðaðgerðir (nári, grindarhol, þvag- og kynfæri)
Taugasjúkdómar (MS, sykursýki)
Lyfjanotkun

Kynkirtlar (hvekkur, sáðblöðrur, sæðisleiðarar, eistu, nýrnahettur)
Vöntun, skerðing
Ofstarfssemi
Viðtakabreyting (androgen receptor röskun)
Stíflur

Kynkirtlavanseyting (hypogonadismus masculinus, male hypogonadism)
Almennt: átt er við skerta eistnastarfssemi án tengsla við gerð eða orsök.
Kynkirtlavanseyting eistna (hypergonadotrop hypogonadismus): eistun sjúk, en heiladingull og undirstúka í lagi; hækkun á FSH og/eða LH, en lækkun testósteróns. Ristruflun og kyndeyfð algeng einkenni í upphafi.
Kynkirtlavanseyting utan eistna (hypogonadotrop hypogonadismus, pretesticular causes): eistun starfa ekki sökum sjúkdóma í heiladingli eða undirstúku; lækkun á FSH og/eða LH auk testósteróns (lágt eðlilegt).

Algengustu einkenni vanseytingar hjá fullorðnum: minni kynlífslöngun, ristruflun, minna nætur- og morgunris, þyngdaraukning, depurð, þreyta, hárlos, hitasteypur, þreyta, slappleiki.

Litningaraskanir
Klinefelter´s heilkenni (47XXY eða mósaík): algengasta ástæða eistnabilunar sem skerðir bæði sæðisfrumu- og testósterónframleiðslu.
Einkenni: geldingsútlit, afbrigðilegur hárvöxtur, brjóstastækkun, lítil eistu, kyndeyfð. Aukinn áhætta á illkynja æxlisvexti í brjóstum.
Noonan´s heilkenni (þrístæða 13)
Mósaík mynstur
Y-litningsgallar
“Cystic fibrosis” litningagalli: er arfbundinn galli er veldur vöntun/stíflun á sæðisleiðurum.

Heiladingull
Kallmann´s heilkenni: lyktarskerðing, launeistu, lítill reður og seinkaður kynþroski. Gónadótrópín skortur.
Mjólkurkveikjublæði (hyperprolactinoma)
Cushing´s heilkenni
Lyf (sterar)
Greining: einkenni eru mjög háð aldri.
Klínísk skoðun: rödd, hárvöxtur, hárdreyfing, líkamsbygging, vöxtur, brjóstastækkun, kynfæri, lyktarskyn, sjónsvið, greind. Nota gjarnan eistnamæli (orchiometer).
Ættarsaga
Ávana- og fíkniefni (þ. m. t. áfengi)
Sæðisprufa: ef eðlileg, þá er sjaldan/ekki þörf á innkirtlaprófum, nema ákv. klínískur grunur.
Blóðpróf: FSH, LH, prólaktín, testósterón, (TBG, östrógen); í völdum tilfellum ACTH, TSH, GH.
Þvagsýni: sýking, blóð.
Valrannsóknir (sjaldgæfar)
Litningarannsókn
Ómun: eistu, hvekkur , sáðblöðrur, nýrnahettur
TS/segulómun: ef æxlisgrunur í heiladingli eða undirstúku
Eistnasýni (biopsia testis): greina á milli stífluástands og eistnabilunar auk könnunar og/eða töku sæðisfrumna til tæknifrjóvgunar (ICSI, intra-cytoplasmic sperm-injection).
Sæðisleiðararannsókn með skuggaefni (vasografia)
Þvagrásar- og blöðruspeglun
Hormónamælingar í þvagi
Sæðisfrumnamótefni (antisperm antibodies)
Sjónsviðsmælingar
Meðferð
Almennt er meðferðin oft erfið og skilar litlum mælanlegum eða sýnilegum árangri, undantekning hjá körlum með testósterón skort og ætla ekki að eignast börn um tíma.
Lyfjameðferð: sýklalyf vegna staðfestra eða meintra sýkinga. Sérhæfð hormónameðferð við innkirtlasjúkdómum. Mögulegt að endurheimta frjósemi hjá sjúklingum sumum með lyfjagjöf. Litningaraskanir ólæknandi.
Skurðaðgerð: opna útfærsluganga við sáðrásarhól með aðgerð um þvagrás (transurethral). Endurtenging sæðisleiðara. Aðgerð hjálpar ekki kynþroska einstaklingum með nára- eða launeistu m. t. t. sæðisfrumna. Yfirleitt ráðlögð aðgerð eða bláæðastíflun (embolization) við kólfsæðahnútum.
Tæknifrjóvgun (glasafrjóvgun): ef önnur ráð duga ekki.