Ristruflun (impotens, impotentia coeundi, erectile dysfunction, getuleysi)

Skilgreining: truflun þar sem limurinn nær ekki nægilegu risi og stinningu til að samfarir geti átt sér stað.

Helstu kynlífsvandkvæði karla
Ristruflun
Minnkuð löngun – kyndeyfð
Sáðlátavandamál

Flokkun eftir orsök

Slagæðasjúkdómar
Bláæðasjúkdómar
Geð- og sálrænir sjúkdómar
Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar
Taugasjúkdómar
Fjölþættar orsakir
Lyf/ávana- og fíkniefni

Greining
Saga: heilsufar (hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki), kynlíf áður og nú, lyfjanotkun, áfengi og fíkniefni, reykingar, nætur- og morgunris, löngun, áhugi.
Skoðun: kynfæri, hvekkur, forhúð, stærð og þéttni eistna, hersli í lim, æða- og taugaskoðun, blóðþrýstingur, geðrænt mat, jafnvel lyfjainnsprautun í lim.
Blóðrannsóknir: í raun valrannsóknir, en algengastar eru testósterón, SHBG, prólaktín, FSH, LH, blóðsykur, kólesteról jafnvel sem skimpróf.
Valrannsóknir: yfirleitt ónauðsynlegar nema skurðaðgerð er fyrirhuguð.
Næturrismæling: oft gagnleg til að greina sálrænt getuleysi. Hjálpar við greiningu en ekki óyggjandi.
Æðarannsóknir: mjög sjaldan gerðar, en mikilvægar fyrir hugsanlegar aðgerðir vegna slag- eða bláæðasjúkdóma.
Doppler skoðun (litaómskoðun)
Skuggaefnisrannsókn
Slagæðar
Bláæðar


Meðferð
Almennt: fjarlægja eða meðhöndla þekktar/hugsanlegar orsakir (lyf, reykingar, sykursýki).
Lyfjameðferð
Töflur: Viagra® og samheitalyf þess, Cialis®.
Varúð: má ekki gefa sjúklingum sem nota nítröt í hvaða formi sem er. Apómorfín (Uprima®) mega fleiri nota. Sértæk meðferð við innkirtlasjúkdómum eins og brómókryptín við mjólkurkveikjublæði (hyperprolaktínóma).
Innsprautun í lim: alpróstadíl (caverject Dual®), stundum sérstakar lyfjablöndur. Varúð: hafa samband við lækni ef risið varir >4-6 klst. Venjulega gefin 2,5-10 míkrógramma reynsluskammtur af alpróstadíl, en ef um er að ræða ristruflun af taugarænum uppruna (dæmi: sykursýki, MS) þá er yfirleitt byrjað með 2,5-5 míkróg. Flestir þurfa 10-15 míkróg og varir risið að jafnaði í 20-60 mín., en byrjar venjulega innan 10-25 mín.

Lyfjainnsprautun í reður.

Þvagrásarkrem: alpróstadíl (Bondil®), sem er sprautað í þvagrás, en hefur yfirleitt heldur minni áhrif en lyfjainnsprautun.
Annað: hormónaplástur (Atmos®), hormónagel (Testogel®) og hormónasprautur (Nebido®) í vöðva ef einkenni um kynkirtlavanseytingu eða minnkað/lágt testósterón. Hormónameðferð bætir sjaldan stinninguna í sjálfu sér, aðallega áhugann.
Reðurrisdæla (vacuum device, vakúmpumpa/dæla): hættulaus, en muna að fjarlægja teygju/gúmmíhring á reðri eftir notkun og þá áður en lagst er til hvílu að lokinni notkun.


Reðurrisdæla.


Kynlífsráðgjöf (psychosexual counselling): mörgum gagnleg, en framboð lítið hér á landi af hálfu sérmenntaðra.
Reðurstinnir, búnaður vi. m., eftir aðgerð hæ. m.

Skurðaðgerðir
Æðaaðgerðir: eftir áverka, við fistla, sjaldan eiginleg blóðflæðisendurnýjun (revasculerisering), bláæðaleki.
Limskekkjuaðgerðir: Peyronie´s sjúkdómur, aðrar áunnar skekkjur sem og meðfæddar.
Forhúðaraðgerðir: yfirleitt sökum forhúðarþrengsla eða stífs forhúðarhafts.
Reðurstinnir/stólpi (penile prosthesis, prótesur) er alltaf síðasta úrræðið.