Blóðsöfnun í pung (blóðgúll, haematocele)

Einkenni: ekki gegnumlýsanleg fyrirferð í pung, stundum hörð, en yfirleitt slétt. Kemur í kjölfar áverka, blæðingar eða aðgerða á pung.

Greining: Ómskoðun: ef klínísk skoðun óviss.

Meðferð: venjulegast engin, ástunga eða skurðaðgerð, fer eftir stærð og einkennum.