Belgmein í nýra
Almennt: muna að til eru illkynja belgmein. Ómun yfirleitt nægileg til greiningar, annars TS eða segulómun. Flokkun Bosniaks mest notuð. Mjög algeng. Hér eru undanskilin meðfædd og arfbundin belgmein (blöðrunýru, autosomal dom. PKD) og sem hluti af heilkennum, en sum þeirra auka mjög áhættu á illkynja æxlismyndun í nýrum (dæmi: tuberous sclerosis Bourneville, von Hippel-Lindau sj.d.). Aflaga oft safnkerfi við myndgreiningu.
Einkenni: oftast einkennalaus eða –lítil. Bakverkir, verkir í síðu, blóðmiga, fyrirferð, þrýstingseinkenni, sýking, hækkun BÞ.
Meðferð: ræðst af einkennum, en sjaldnast þörf.
Kviðarholsspeglun
Ástunga +/- innhelling
Brottnám (resectio, deroofing)
Opin skurðaðgerð: óviss greining, líkur á illkynja æxlisvexti, ígerð eða sýking sem ekki næst öðruvísi.

Misstór belgmein í nýra (efri mynd.) og TS-rannsókn (neðri mynd) sem sýnir belgmein í báðum nýrum, stórt hæ. megin.