Bráð nýraskjóðubólga:

Oft er talað um neðri (þvagblaðra, hvekkur) og efri sýkingar (þvagálar, nýru, nýraskjóða), en einkennin ráðst oft af staðsetningu sýkingarinnar.

Aukin áhætta hjá smábörnum, eldra fólki, sykursýkissjúklingum og ef skertar ónæmisvarnir. Líta svo á að öll börn <3 mánaða eða með 38.5 C og CRP>40 mg/L hafi nýraskjóðubólgu.

Meðferð: ef gott heilsufar, þá er nægilegt að gefa lyf í töfluformi í 10-14 daga hjá fullorðnum, sama gildir um eldri börn með lítil einkenni og annars frísk. Innlögn og lyfjagjöf í æð hjá meira veikum (óháð aldri) og aðal munurinn milli lyfja hvað varðar árangur er iðulegast verðmunur og fjöldi daglegra skammta. Önnur stuðningsmeðferð við hæfi. Tryggja frítt þvagflæði/rennsli frá efri og neðri þvagfærum.

Þvaggraftarsótt (urosepsis):

Mjög alvarlegt og lífshættulegt ástand ef ekki er brugðist skjótt við með viðeigandi hætti. Oft e-r hindrun á flæði þvags (meðfædd/áunnin), aðskotahlutir (þvagleggir, stoðleggir, steinar), eftir þvagfærarannsóknir (speglun, sýnistaka). Lykilatriði árangurs er sýklalyfjagjöf í æð og örugg þvaglosun/tæming neðri og efri þvagfæra. Gjörgæsla í verstu/alvarlegri tilfellum, annars tíð lífsmarkaskráning (BÞ, púls, blöðgös, meðvitund), tímaþvagmæling og endurtekið klínískt mat. Tæming
graftarnýra (pyonephrosis) með keraísetningu um húð, hugsanlega ísetning JJ-stoðleggs eða jafnvel opin aðgerð við sértækar og alvarlegar sýkingar þar sem nýrnastarfsemin er lítil/engin ellegar of útbreidd sýking fyrir ástungutækni (dæmi: xanthogranulomatous og emphysematous pyelonephritis). Rannsóknir og greiningaraðferðir: TS (bæði steina-TS og með skuggaefni), ómun, IVP (sjaldan), sindurritun, blóð- og þvagrannsókn.
Langvinn nýraskjóðubólga: sjaldgæf, bakflæðissjúklingar, mænuskaðar, taugasjúkdómar. Meðhöndla við einkennum samkvæmt næmisprófi í 7-14 daga. Taka reglulegar þvagprufur (x 2-4/ári).