Snúningur á eistaauka (torsio appendix testis, epididymidis)



Einkenni/greining: getur verið um að ræða eistaauka (mynd vi. m. að neðan) eða eistalyppuauka (mynd hæ. m. að neðan). Oftast 5-12 ára, <24 klst., varla áður, brátt í byrjun, verkir eða eymsli við efri pól, minna aumir en við snúning á eista, þvag- og blóðrannsókn eðlileg.

Meðferð: oftast skurðaðgerð sökum verkja, getur þó jafnað sig án aðgerðar í stöku tilfellum (og þá ef greining er örugg og aðeins þá); snýst til baka ellegar verður drep.